Sorgatréð tendrað í þriðja sinn

Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þau sem hafa misst ástvin. Viðburðurinn mun hefjast í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17:30, þar farið verður með nokkur orð um jólin […]

Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin

Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal voru fjórir íslenskir fulltrúar. Þeir sem stóðu á bakvið ráðstefnuna í ár voru Irish Hospice Foundation, Bereavement Network Europe (BNE), RCSI Háskólinn í Dublin og Sorgarmiðstöð Danmerkur, Det Nationale sorgcenter. […]

Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans

Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og er uppsetningunni leikstýr af Stefáni Jónssyni. Jóhanna María fagstjóri og Díana Sjöfn markaðsfulltrúi fóru fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar og sköpuðust mjög góðar umræður við leikstjóra, handritshöfund og leikara um sorg og […]