Guðný Hallgrímsdóttir Mth er starfandi prestur. Hún er með tvö meistarapróf í sálgæslufræðum og hefur einnig lagt stund á námsráðgjöf og fötlunarfræði. Guðný hefur rúmlega þriggja áratuga reynslu af því að vinna með og mæta fólki í sorg á öllum aldri. Hún hefur skrifað bók um sorgina og ólíkar/mismunandi myndir hennar. Bókina byggði hún á eigin reynslu, starfi sínu í sálgæslu og rannsókn sinni á sorgarför kvenna sem misstu maka sinn við andlát sem og þeirra kvenna sem misstu maka sinn við skilnað. Guðný hefur einnig haldið fyrirlestra um sorg og sorgarviðbrögð ásamt því að vera með námskeið um sorgina hjá Endurmenntun HÍ. Guðný sinnir stuðningshópasarfi fyrir þau sem missa maka og einnig hópastarfi fyrir þau sem missa fyrverandi maka og eiga börn í sorg.