Halldór hefur lengi verið með margvíslega stuðningshópa fyrir syrgjendur, s.s. um gamla og óuppgerða sorg, sorg vegna fíknidauða en lengst var hann með stuðningshópa fyrir foreldra sem misst höfðu barn. Þá hefur Halldór einnig flutt fjölda fyrirlestra og verið með námskeið um sorg og sorgarviðbrögð um land allt.  Halldór var lengi í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, m.a. formaður. Hann er f.v. prestur en að auki með framhaldsnám í sálgæslufræðum.