Karólína Helga er mannfræðingur, M.A., með diplómu í kennslufræðum og Opinberri stjórnsýslu MPA. Hún starfar sem skrifstofustjóri ásamt því að hafa langa reynslu af því að stýra verkefnum innan opinberra geirans og félagasamtaka.

Karólína Helga missti sambýlismann sinn skyndilega árið 2017. Hún sat í stjórn Ljónshjarta 2019-2021. 

Karólína Helga hefur setið í stjórn Sorgarmiðstöðvar frá stofnun hennar og var varaformaður 2020 – 2021.