Svavar er guðfræðingur frá HÍ og prestur með meistarapróf í sálgæslu frá Pittsburgh Theological Seminary í  Bandaríkjunum. Hann starfaði sem sóknarprestur í Neskaupstað, Þorlákshöfn og Reykjavík. Hann var í stjórn Nýrrar dögunar í fjölda ára og stýrði á árunum 1995 til 2016 stuðningshópastarfi fyrir samtökin fyrir aðstandendur sem misst höfðu ástvin í sjálfsvígi. Í meistaranámi sínu í Bandaríkjunum kynnti hann sér úrræði þar í landi við aðstandendur þeirra sem tóku líf sitt. Hann hefur víðtæka reynslu af því að sinna sálgæslu við aðstandendur eftir missi.

Svavar leiðir stuðningshópastarf fyrir ömmur og afa í sorg.