Ína Lóa Sigurðardóttir

Ína Lóa hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún stofnaði samtökin Ljónshjarta og var þar formaður fyrstu sex árin. Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar. Hún er einnig annar hugmyndasmiða sjónvarpsþáttana MISSIR sem sýndir voru á Símanum.Árið 2002 missti Ína Lóa barn á meðgöngu og árið 2012 missti […]

Karólína Helga Símonardóttir 

Karólína Helga er framhaldsskólakennari og með próf í opinberri stjórnsýslu.Hún missti eiginmann sinn árið 2017 en hann var bráðkvaddur. Karólína Helga hefur verið ötull talsmaður fyrir stuðning við ungar ekkjur og ekkla á opinberum vettvangi sem og stuðning við börn í sorg. Hún sat í stjórn Ljónshjarta frá árinu 2017 til ársins 2021 og er […]

K. Hulda Guðmundsdóttir

Hulda er með MA í guðfræði frá H.Í. Hún hefur um árabil stýrt stuðningshópum fyrir þau sem misst hafa maka en sjálf misst hún eiginmann árið 1998 eftir erfið veikindi, frá ungum börnum. Hulda var um árabil formaður Nýrrar dögunar og var meðal hvatamanna að stofnun Sorgarmiðstöðvar og fyrsti formaðurinn. Í dag er Hulda gjaldkeri stjórnar.Hulda […]

Kristín Kristjánsdóttir

Kristín er djákni, með diplómanám í sálgæslu og diplómanám í handleiðslu. Hún hefur víðtæka reynslu í sálgæslu og handleiðslu syrgjenda. Kristín hefur í mörg ár leitt stuðningshópa meðal annars fyrir foreldra og ástvini sem hafa misst langveik börn. Einnig hópa fyrir fólk sem misst hefur á meðgöngu, fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi og […]

Lóa Björk Ólafsdóttir

Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu og vann í mörg ár við sérhæfða  líknarþjónustu í heimahúsum. Hún hefur langa reynslu af vinnu með fjölskyldum sem takast á við sorg og erfiðar tilfinningar í alvarlegum veikindum og við ástvinamissi.Lóa sat í stjórn Lífsins-samtaka um líknarmeðferð um árabil og situr í stjórn Nýrrar Dögunar – […]

Sigríður Kristín Helgadóttir

Sigríður Kristín lauk embættisprófi frá Guðfræðideild HÍ árið 2000.  Hún hefur starfað sem prestur frá útskrift auk þess sem hún starfaði hjá Barnavernd um tíma.  Árið 2011 jók Sigríður Kristín við sig nám og lauk prófi í Fjölskyldumeðferðarfræði. Sigríður Kristín hefur mikla reynslu í sálgæslu og stuðningi við syrgjendur. Hún hefur um nokkura ára skeið leitt […]

Soffía Bæringsdóttir

Soffía Bæringsdóttir er fjölskyldufræðingur MA og starfar sem slíkur við para og fjölskyldumeðferð. Hún er einnig doula og hefur áralaga reynslu af því að styðja við nýja foreldra.Soffía missti bróður í sjálfsvígi árið 2006 og föður sinn þegar hún var ung að aldri. Soffía hefur verið virk í ýmsu félagastarfi í gegnum tíðina og frá […]

Stefán Þór Gunnarsson

Stefán Þór Gunnarsson stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur sem misst hafa vegna fíknar. Sjálfur hefur hann reynslu af barnsmissi en hann missti son sinn árið 2018. Stefán hefur starfað við ferðaþjónustu undanfarin ár en ásamst því er hann virkur í öðrum sjálfboðaliða samtökum sem hafa þann tilgang að hjálpa fólki vegna fíknar.

Steinunn Sigurþórsdóttir

Steinunn er kennari með diplómu í sérkennslu og starfar sem deildarstjóri í grunnskóla. Hún hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún sat í stjórn Nýrrar dögunar, stuðningur í sorg í tíu ár og var í vinnuhópi sem kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar. Steinunn tók þátt í vinnu við breytingar á lögum sem tryggja réttindi […]

Svavar Stefánsson

Svavar er guðfræðingur frá HÍ og prestur með meistarapróf í sálgæslu frá Pittsburgh Theological Seminary í  Bandaríkjunum. Hann starfaði sem sóknarprestur í Neskaupstað, Þorlákshöfn og Reykjavík. Hann var í stjórn Nýrrar dögunar í fjölda ára og stýrði á árunum 1995 til 2016 stuðningshópastarfi fyrir samtökin fyrir aðstandendur sem misst höfðu ástvin í sjálfsvígi. Í meistaranámi […]