Það getur verið flókin staða að syrgja fyrrverandi maka og/eða eiga barn sem syrgir foreldri þegar sambandslit hafa orðið. Eftirlifandi foreldri barnsins á ekki eins greiðan aðgang að aðstoð fyrir sig eða börn sín í sorginni þegar barnsfaðir/móðir hefur látist og stundum eru lítil sem engin tengsl við tengdafjölskylduna.
Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og að hitta aðra sem deila reynslu er oft mikil hjálp.
Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir einstaklinga eftir fráfall fyrrverandi maka. Stuðningshópastarfið er í fjögur skipti og ávallt á sama tíma á sama degi. Hægt er að skrá sig í stuðningshóp hvenær sem er og er farið af stað með hóp þegar hann er orðinn full skipaður.
Það kostar ekkert að koma í stuðningshópastarf en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttöku.