Systkinamissir – ungmenni 16-18 ára

Að missa foreldri eða systkini er án efa eitthvert mesta áfall sem hægt er að verða fyrir. Slíkt áfall getur fylgt manni ævina á enda og því nauðsynlegt að reyna vinna vel úr missinum svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan og að hitta önnur ungmenni sem deila reynslu er oft mikil hjálp.

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópastarf fyrir ungmenni sem hafa misst foreldri eða systkini. Stuðningshópastarfið er í fjögur skipti og ávallt á sama tíma á sama degi. Það er hægt að skrá sig hvenær sem er og er farið af stað með hóp þegar hann er orðinn fullskipaður.

 Það kostar ekkert að koma í stuðningshóp en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttöku. 

Markmið:
Að ungmenni fræðist um sorgarferlið, skoði stöðu sína gagnvart sínum missi, tengist öðrum í sömu stöðu og upplifa lærdóm af eigin reynslu.
Nálgunin fer fram í gegnum fræðslu, umræðu og sköpun.
Lögð er áhersla á trúnað, traust og  tengsl. Allir fá tækifæri að taka þátt útfrá eigin forsendum og er aðalatriðið að mæta á staðinn.

Elísabet Lorange, listmeðferðafræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur halda utan um hópastarfið. Þær hafa mikla reynslu af vinnu með börnum og ungmennum í sorg og sinna einnig hópastarfi barna og ungmenna í Ljósinu.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

COMING SOON

wkrótce

Skráning í hópastarf

A problem was detected in the following Form. Submitting it could result in errors. Please contact the site administrator.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira