Vilt þú styrkja félögin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu ?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ein stærsta fjáröflun félaganna sem standa að Sorgarmiðstöð.

Félögin okkar; Birta, Gleymérei, Ljónshjarta og Ný dögun treysta á það fjármagn sem hlýst árlega af Reykjavíkurmaraþoninu.. Dæmi um þau verkefni sem félögin hafa náð að koma að með fjármagni úr marþoninu eru:

 

Birta: Styrktar og hvíldarsjóður fyrir foreldra sem misst hafa barn fyrirvaralaust.

Gleymérei: Minningarkassar til foreldra sem missa á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu

Ljónshjarta: Veitt börnum sem misst hafa foreldri sálfræðiþjónustu gjaldfrjálst

Ný dögun: Staðið fyrir gjaldfrjálsu hópastarfi og fræðsluerindum fyrir þá sem hafa

misst ástvin; barn, maka, foreldri, í sjálfsvígi eða vegna fíknar.

 

Við hvetjum ykkur til að hlaupa fyrir félögin okkar og/eða heita á hlauparana og hjálpa okkur þannig að hlúa betur að þeim sem misst hafa ástvin.

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styður við foreldra/forráðamenn sem misst hafa börn og/eða ungmenni fyrirvaralaust. Þú getur styrkt Birtu í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þú getur styrkt Gleymmérei í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum sem misst hafa foreldri. Þú getur styrkt Ljónshjarta í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Stuðlar að bættri þjónustu við syrgjendur á Íslandi í formi hópastarfs, fræðsluerinda o.fl. Þú getur styrkt starfsemi Nýrrar Dögunar hér

 

Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...
Fjölsótt námskeið fyrir jafningja
Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða ...
Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira