Vilt þú styrkja félögin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu ?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ein stærsta fjáröflun félaganna sem standa að Sorgarmiðstöð.

Félögin okkar; Birta, Gleymérei, Ljónshjarta og Ný dögun treysta á það fjármagn sem hlýst árlega af Reykjavíkurmaraþoninu.. Dæmi um þau verkefni sem félögin hafa náð að koma að með fjármagni úr marþoninu eru:

 

Birta: Styrktar og hvíldarsjóður fyrir foreldra sem misst hafa barn fyrirvaralaust.

Gleymérei: Minningarkassar til foreldra sem missa á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu

Ljónshjarta: Veitt börnum sem misst hafa foreldri sálfræðiþjónustu gjaldfrjálst

Ný dögun: Staðið fyrir gjaldfrjálsu hópastarfi og fræðsluerindum fyrir þá sem hafa

misst ástvin; barn, maka, foreldri, í sjálfsvígi eða vegna fíknar.

 

Við hvetjum ykkur til að hlaupa fyrir félögin okkar og/eða heita á hlauparana og hjálpa okkur þannig að hlúa betur að þeim sem misst hafa ástvin.

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styður við foreldra/forráðamenn sem misst hafa börn og/eða ungmenni fyrirvaralaust. Þú getur styrkt Birtu í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þú getur styrkt Gleymmérei í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum sem misst hafa foreldri. Þú getur styrkt Ljónshjarta í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Stuðlar að bættri þjónustu við syrgjendur á Íslandi í formi hópastarfs, fræðsluerinda o.fl. Þú getur styrkt starfsemi Nýrrar Dögunar hér

 

Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira