Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ verður Sorgarmiðstöð með streymi um jólin og sorgina. Þetta framtak Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Það talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016.
Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnunnar er að finna leiðir og lausnir til að efla vellíðan íbúa.
Erindið verður flutt á facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar þann 6. desember kl. 12:00 og mun vera aðgengilegt á síðunni til og með 14. janúar 2024.