Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr vefverslun sem berast á þeim tíma verða afgreiddar þriðjudaginn 8. janúar. Við óskum ykkur Gleðilegra jóla og þökkum fyrir allan stuðning og samstarf á árinu sem er að líða.
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin við að útbúa fallegan krans og gaf hún vinnu sína til Sorgarmiðstöðvar og þökkum við henni vel fyrir.Aðsóknin á námskeiðið var mjög góð og fannst öllum stundin vera kærkomin tilbreyting […]
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við kaffihúsið. Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll þau sem hafa misst ástvin geti sest undir tréð, gefið sér tíma og minnst ástvina sinna sem fallin eru frá. Jólin og aðventan […]