Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn

Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum í þágu syrgjenda á Íslandi. Að þessu sinni hlutu Ína Lóa Sigurðardóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar og Hulda Guðmundsdóttir, fyrsti formaður Sorgarmiðstöðvar heiðursbolla en báðar komu þær að stofnun Sorgarmiðstöðvar árið […]
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025

Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til stjórnar Sorgarmiðstöðvar á netfangið formadur@sorgarmidstod.is eða fengið nánari upplýsingar með því að hafa samband símleiðis á augýstum símatíma Sorgarmiðstöðvar. Á fundinum verður Heiðursbolli Sorgarmiðstöðvar fyrir árið 2024 einnig afhentur.