Myndin af pabba er komin upp á hillu

Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin sín tvö, sem þá voru 8 og 10 ára gömul. Sonur hennar náði fallegum áfanga í sínu sorgarferli eftir námskeið fyrir börn hjá Sorgarmiðstöð.  „Við vorum skilin en barnsfaðir minn lést […]

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður Sorgarmiðstöðvar en með henni í stjórn verða Kolbeinn Elí Pétursson, Jenný Valdimarsdóttir, Sigurjón Þórðarson og Hildur Brynja Sigurðardóttir. Í varastjórn verða Anna Dagmar Arnarsdóttir og Hólmfríður Anna Baldursdóttir.

Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis

Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar Sorgarmiðstöðvar og Gleym mér ei styrktarfélags á fund velferðarnefndar þar sem þeir kynntu mikilvægi sorgarleyfis fyrir þá sem missa barn. Einnig voru ræddar fyrirhugaðar breytingar sem myndu ná til þeirra […]