Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur

Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum.

Sorgarleyfi er lagalegur réttur foreldra til að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á meðan. Árið 2023 voru lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn undir 18 ára samþykkt en með nýju lögunum nær sorgarleyfi einnig til foreldra sem missa maka og eiga börn yngri en 18 ára.

Víðtæk samstaða var um lagabreytingarnar í umsögnum um frumvarpið. Þau voru til að mynda talin mikil réttarbót og mikilvægt skref í átt að betri félagslegum stuðningi fyrir þá sem missa nákomna. 

Lögin fela einnig í sér lengra sorgarleyfi í ákveðnum tilfellum. Á foreldri nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað. Áður var tímabilið tveir mánuðir. Einnig hefur foreldri sem hefur verið í samfelldu starfi nú sjálfstæðan rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu. Áður var tímabilið þrír mánuðir.

Svigrúmið sem sorgarleyfið gefur af sér er forsenda þess að fjölskyldur geti leitað viðeigandi úrræða sem stuðla að farsælli endurkomu foreldra á vinnumarkað og gefur þeim einnig aukið færi á aðstoða börn við að taka aftur virkan þátt í daglegu lífi og samfélagi eftir áföll.

Hægt er að lesa nánar um sorgarleyfi hér

 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira