Hjálp48


Hjálp48 -Akureyri og nágrenni

Hjálp48 þjónusta Sorgarmiðstöðvar hefur það að markmiði að grípa  aðstandendur eftir skyndilegan og ótímabæran ástvinamissi og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgd. 

Til að byrja með er þjónustan einskorðuð við sjálfsvíg en markmiðið er að útvíkka síðar.

Þjónustusvæði er Akureyri og nágrenni.

Þegar beiðni berst hringir Hjálp48 teymið í aðstandendur eins fljótt og auðið er og býður upp á vitjanir í heimahús eða þar sem aðstandendur óska helst. Þjónustan er gjaldfrjáls. 

Hjálp48 er:

  • Sálræn fyrsta hjálp / áfallahjálp
  • Aðstoð við praktísk mál 
  • Upplýsingar um næstu skref, réttindi og úrræði 
  • Fræðsla um sálrænar afleiðingar og bjargráð í sorg

Til þess að óska eftir þjónustunni má hringja í síma 431-4848 eða senda inn rafræna beiðni  

Síminn er opinn á virkum dögum frá 09:00-16:00.

Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð í talhólf.


Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta gert það með því að smella á hlekkinn hér.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira