25/09/2025
Lífsgæðasetur, 4. hæð

Yoga Nidra djúpslökun

Það er mikilvægt að ná hvíld og ró í amstri dagsins og þegar við upplifum sorg fylgir henni gjarnan mikið álag og streita. Rannsóknir hafa bent til þess að ein klukkustund í Yoga Nidra geti jafngilt 4 tímum í svefni. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir Yoga Nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld á meðan hugurinn hvílir í kyrrð.

Nánari lýsing:
Yogastundin er í salnum (Augað) á 4. hæð. Sigrún eða Ólafur Yoga Nidra kennarar taka á móti hópnum og leiða hann inn í notalega djúpslökun. Gengið er inn í salinn hljóðlega og eiga allir að koma sér vel fyrir á dýnu. Gott er að hafa meðferiðs augnhvílu til að leggja yfir augun (dýpkar slökunina), annar búnaður er á staðnum. Einnig er gott að mæta í hlýjum og þægilegum fatnaði.

Það verða allir að skrá sig í Yoga Nidra þar sem fjöldinn er takmarkaður. Skráning fer fram hér

Það kostar ekkert á þennan viðburð og tökum við vel á móti ykkur. Þau sem vilja styrkja okkur geta gert það hér

Tíminn hefst kl. 18:10 fimmtudaginn 25. september

Djúpslökun – Yoga Nidra þýðir hinn Yogíski svefn.
Í Yoga Nidra liggur þú á dýnu, undir teppi og lætur fara vel um þig á meðan þú ert leidd/ur inn í djúpt slökunarástand með aldargamalli aðferð Nidra og öðlast færni í að sleppa takinu af hugsunum og dvelja í kyrrð. Þessi djúpa slökun hjálpar þér að losa um spennu, streitu, kvíða og óróleika sem getur dregið úr þér í daglegu lífi. Í Yoga Nidra þarft þú ekkert að gera bara að vera.

Þetta er gott tækifæri til að næra sál og líkama í amstri dagsins. Nauðsynlegt er að bóka pláss fyrirfram og er hámarksfjöldi í salinn.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira