Í LJÓSI AÐSTÆÐNA ÞURFUM VIÐ AÐ FRESTA ÞESSU HÓPASTARFI
Við munum hafa samband við alla sem eru skráðir í hópastarfið símleiðis eða í tölvupósti þegar við getum farið af stað með starfið.
Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópa fyrir ekkjur og ekkla sem hafa orðið fyrir makamissi. Í hverjum hópi eru um tíu manns sem hittast vikulega og eru tveir fagaðilar sem halda utan um hvern hóp.
Hópastarfið er í 6 vikur og hefst 24. og 25. nóvember. Skipt verður í hópa eftir fjölda og aldri. Hægt er að skrá sig hér
Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku.
Nánari upplýsingar um fjölda hópa og tímasetningu verða veittar þegar nær dregur og flestar skráningar hafa borist.
4 skipti verða fyrir áramót og 2 skipti eftir áramót.
ATH: Það kostar ekkert að koma í hópastarf.