Birta er félagsskapur foreldra og forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust.
Leiðisskreytingardagur fyrir fjölskyldur og félagsmenn Birtu hefur verið einn best sótti viðburður félagsins á ári hverju. Þann 22. nóvember ætlar hópurinn að koma saman og gera fallegar skreytingar á leiði barna sinna með fjölskyldunni. Allt efni til skreytinga er í boði og fagaðili verður á staðnum til að aðstoða. Gott er að hafa meðferðis góðar klippur.
Þetta verður notaleg kærleiksstund í aðdraganda jólanna.
Kakó, smákökur og jólalög á staðnum.
Frá kl. 13-15