Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur fyrsta þriðjudag í mánuði.
Þriðjudaginn 4. maí munum við ganga í Gálgahrauni. Lagt verður af stað úr Garðabæ (Ásahverfi) frá bílastæðinu við hringtorgið þar sem Vífilstaðavegur og Hraunholtsbraut mætast (heitir á Google map – Gálgahraun bílastæði/parking). Gengið er í hring um 5 km leið. Mikilvægt er að vera í góðum skóm og klædd eftir veðri.
Guðrún Jóna leiðir gönguna
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753