Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

15/09/2021
Hvaleyrarvatn

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði.

Fyrsta ganga haustsins verður miðvikudaginn 15. september en þá munum við ganga í kringum Hvaleyrarvatn. Lengd göngunnar er um 3 km og er þetta létt ganga við allra hæfi. Gengið er á stígum. Við ætlum að hittast kl 17:00 á fyrsta bílastæðinu við vatnið þegar komið er frá Kaldárselsvegi. Munið að koma klædd eftir veðri og í góðum skóm.

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Soffía Bæringsdóttir frá Sorgarmiðstöð leiða gönguna.

Allir velkomnir

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira