„Dauðinn á ekki að vera eitthvað sem við óttumst. Dauðinn á að vera tenging okkar við lífið. Hann á að minna okkur á það hversu heppin við erum að vera á lífi. Hann á að minna okkur á það að lifa hvern dag eins og hann sé okkar síðasti. Af því að við vitum aldrei hvenær sá síðasti kemur. Leyfum okkur að minnast þeirra sem hafa kvatt okkur. Leyfum okkur að sakna þeirra. Leyfum þeim að vera hluti af okkur. Verum ekki hrædd um að það muni ræna okkur gleðinni af öllu hinu. Finnum þeim þess í stað farveg í gleðinni. Þannig lifnar minning þeirra við. Þannig tökum við sorgina, söknuðinn og erfiðleikana í sátt. Þannig, á endanum, tökum við dauðann í sátt.“
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753