Steinunn er kennari með diplómu í sérkennslu og starfar sem deildarstjóri í grunnskóla. Hún hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún sat í stjórn Nýrrar dögunar, stuðningur í sorg í tíu ár og var í vinnuhópi sem kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar. Steinunn tók þátt í vinnu við breytingar á lögum sem tryggja réttindi barna sem missa foreldri. Steinunn hefur stýrt stuðningshópum vegna barnsmissis frá árinu 2010, hún missti sjálf son í bílslysi árið 2008. Hún hefur einnig stýrt stuðningshópum vegna foreldramissis frá árinu 2014 en sjálf var hún ung að aldri þegar hún missti foreldri.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753