
Ína Lóa hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún er sálgætir að mennt, kennari, markþjálfi, og sáttamiðlari. Hún hefur einnig tekið nám í hugrænni atferlismeðferð. Ína kom að stofnun og uppbyggingu Sorgarmiðstöðvar og var framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar fyrstu sjö árin. Hún stofnaði einnig samtökin Ljónshjarta og var þar formaður fyrstu sex árin. Ína er annar hugmyndasmiða og höfunda sjónvarpsþáttana MISSIR I og MISSIR II, fræðsluþættir um sorg og ástvinamissi.
Í dag starfar Ína hjá VINSEMD ásamt því að stunda mastersnám í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðrækt og áföll. Ína leggur einnig stund á nám í listmeðferð.
Ína Lóa sinnir stuðningshópastarfi hjá Sorgarmiðstöð en hún missti eiginmann árið 2012 og barn á meðgöngu árið 2002.