„Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar en móðir hennar faldi vandamál sín alla tíð, skammaðist sín og enginn hafði hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en það var orðið of seint. „Mamma jafnaði sig aldrei og framdi sjálfsvíg.“ Dagný hefur nú skrifað bók um sögu móður sinnar.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753