Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði. Göngudagar verða fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og mæting kl. 17:15, lagt af stað 17:30.
Önnur ganga á þessu starfsári verður þriðjudaginn 4. október en þá ætlum við að ganga saman hringinn í kringum Rauðavatn. Þetta er þægileg ganga fyrir alla og sléttlendi. Við hittumst stundvíslega við vatnið s.s. þegar keyrt er að Morgunblaðshúsinu, kemur afleggjari sem er eltur niður að vatni.
Mikilvægt er að koma klædd eftir veðri og í góðum skóm.
Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í göngurnar okkar og er lágmarksþátttaka.
Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is
Hlýjar kveðjur
Birna Ben umsjónarmaður gönguhópsins