Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

01/11/2022
Elliðaárdalur

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði. Göngudagar verða fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og mæting kl. 17:15, lagt af stað 17:30.

Þann 1. nóvember munum við ganga saman í Elliðaárdalnum. Við ætlum að hittast við „Hitt húsið, Rafstöðvarvegi 7-9″. Til þess að beygja inn á Rafstöðvarveg þá er tekin fyrsta malbikaða hægri beygjan í Ártúnsbrekkunni á leið til austurs.
Gangan hefst stundvíslega og munum við labba góðan hring, ekki mikið um hækkanir. Mikilvægt er að vera í góðum skóm og klædd eftir veðri.

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í göngurnar okkar og er lágmarksþátttaka.

Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is

Hlýjar kveðjur
Birna Ben umsjónarmaður gönguhópsins

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira