Sum börn og fullorðnir sem hafa misst ástvin eiga erfiðar minningar tengdar sjúkrabílum, bráðatæknum, lögreglu o.fl. Að fá tækifæri til að hitta og spjalla við aðila sem hafa snert líf okkar syrgjenda í erfiðum aðstæðum getur verið hjálplegt í sorgarúrvinnslu. Einnig hafa margir þörf fyrir að þakka veittan stuðning lögreglu og bráðatækna í aðdraganda andláts.
Sorgarmiðstöð í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglu höfuðborgarsvæðisins, hefur skipulagt samveru þar sem viðbragðsaðilar segja örstutt frá starfi sínu en svo byggist samveran upp á því að börn og fullorðnir fá tækifæri til tjá sig, spyrja spurninga o.fl.
Dagsetning á samverunni verður auglýst þegar lágmarksskráningu er náð. Samveran er áætluð um 1 klst. Staðsetning er Skútahraun 6 í húsakynnum SHS í Hafnarfirði.
Þar sem ekki er hægt að taka á móti stórum hópi vegna þess hve viðkvæm starfsemin er þá er skráning nauðsynleg.
Ef þú vilt skrá þig eða barn þitt á samveruna máttu gera það hér
Ef þú vilt senda viðbragðsaðilum kveðju í gegnum Sorgarmiðstöð máttu gera það hér
Einnig verður box á staðnum ef börnum langar að skilja eftir teikningu, kveðju eða mynd til viðbragðsaðila.