Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni og fyrrverandi forseti borgarstjórnar, missti eiginmann sinn, Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í janúar 2021. Hún segir að lífið snúist á hvolf við fráfall maka. Hún segir sorgina aldrei fara og vera alltaf til staðar.
Í útvarpsþættinum Lífið eftir vinnu, að eldast á Íslandi, sem er á dagskrá Rásar 1 á föstudögum, er fjallað um ýmsar hliðar þess að eldast með reisn svo sem fjármál og mismunandi búsetuform.