Friðdóra Dís stýrir stuðningshópi fyrir aðstandendur sem misst hafa systkini. Hún hefur misst tvo bræður, árið 2012 og árið 2021 og móður þegar hún var ung að aldri. Hún sinnir einnig jafningjastuðningi fyrir einstaklinga sem leita til Sorgarmiðstöðvarinnar.
Friðdóra Dís er viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hún starfað hjá Icelandair til margra ára. Friðdóra Dís er einnig jógakennari með framhaldsnám í jóga að baki, þar á meðal jóga gegn áfallastreitu og kennir hún aðallega hatha yoga, yoga nidra, yin yoga og hugleiðslu.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753