Í febrúar 2022 veitti Sorgamiðstöð í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Það var séra Vigfúsi Bjarni Albertsson sem hlaut Heiðursbollann 2021 sem unninn var af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði. Formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir afhentu honum viðurkenninguna.
Vigfús Bjarni er guðfræðingur með framhaldsmenntun í sálgæslu. Hann starfaði sem sjúkrahúsprestur í mörg ár og hefur kennt sálgæslu á meistarastigi við endurmenntun H.Í. Vigfús Bjarni hefur flutt fjölda fyrirlestra um sorg og áföll, komið að handleiðslu, haldið námskeið og birt greinar í tímaritum er tengjast sorg og sorgarviðbrögðum. Í dag er Vigfús Bjarni forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
Í starfi sínu hefur Vigfús Bjarni aðstoðað fjölda fjölskyldna í sorginni og stutt við bakið á börnum og fullorðnum. Einnig hefur hann liðsinnt fagólki og hjálpað því að eflast í starfi. Vigfús Bjarni hefur getið sér gott orð fyrir þægilega, góða og styrkjandi nærveru hvort sem er meðal syrgjenda eða fagfólks.
Með viðurkenningu þessari vildi Sorgarmiðstöð þakka Vigfúsi Bjarna fyrir hans mikilvægu störf í þágu syrgjenda á Íslandi og jafnframt vekja athygli á mikilvægi sorgarúrvinnslu sem lið í eflingu lýðheilsu samfélagsins.