Að missa maka er mikið áfall. Þá um leið missum við góðan vin, elskhuga, barnsföður/móður, lífsförunaut og sálufélaga. Makamissir er með álagsmestu lífsreynslu sem þekkt er. Eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á breyttum forsendum sem reynir mjög á þolrifin.
K. Hulda Guðmundsdóttir flytur erindi um makamissi og kynnir einnig hópastarf sem hefst 12. nóvember.
Erindið hefst kl 20:00