Lilja Sif Þórisdóttir er félagsráðgjafi og  útskrifaðist með meistarapróf frá Gautaborgarháskóla. Undanfarin ár hefur hún starfað í heilbrigðiskerfinu og þá mestmegnis á Sjúkrahúsi Akureyrar. Á þeim vettvangi fann hún hvað sorg og áföll spila stóran sess í starfinu og sótti hún sér viðbótardiplómu í sálgæslufræðum frá EHÍ. Lilja Sif starfar nú sem félagsráðgjafi á HSN Akureyri og sinnir einnig hópastarfi hjá Sorgarmiðstöð.