Birna Dröfn hefur frá árinu 2015 stýrt stuðningshópi fyrir einstaklinga sem misst hafa foreldri. Hún missti sjálf föður sinn þegar hún var 12 ára og móður sína þegar hún var 27 ára gömul.
Birna hefur barist fyrir réttindum barna sem misst hafa foreldri og tók meðal annars þátt í vinnu við breytingar á lögum um rétt barna sem aðstandendur. Birna er félagsfræðingur með Ms. í verkefnastjórnun. Hún starfar við almannatengsl og ráðgjöf hjá Athygli. Birna starfaði áður sem blaðamaður og er fyrrum formaður Nýrrar dögunar.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753