Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er menntuð í bókmenntafræði og ritlist og er með M.A gráðu í menningarfræði. Hún er einnig rithöfundur og hefur gefið út þrjú skáldverk.
Díana hefur starfað við ýmis fjölbreytt markaðsstörf, kynningarstörf og við viðburðarstjórnun. Hún starfaði sem markaðsstjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á árunum 2018 og 2019. Þar á eftir vann hún fyrir Átak, félag fólks með þroskahömlun sem verkefnastjóri og svo sem viðburðar – og kynningarstjóri Bókasafns Garðabæjar. Díana skrifar auk þess leikhús -og bókarýni á menningarvef Lestrarklefans.
Díana Sjöfn missti móður sína skyndilega eftir stutt veikindi þegar hún var 24 ára gömul árið 2016.