Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er bókmennta – og menningarfræðingur. Hún er einnig rithöfundur og hefur gefið út þrjú skáldverk.
Díana hefur starfað við ýmis fjölbreytt markaðsstörf, kynningarstörf, verkefnastjórn og við viðburðarstjórnun.
Díana Sjöfn missti móður sína skyndilega eftir stutt veikindi þegar hún var 24 ára gömul árið 2016. Árið 2022 gaf hún út ljóðabókina Mamma þarf að sofa sem fjallar um móðurmissi.