Guðrún Jóna hefur frá árinu 2017 stýrt stuðningshópum fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Hún missti sjálf son í sjálfsvígi árið 2010.
Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar.  Hún hefur unnið í gegnum stjórn félagasamtakanna Nýrrar dögunar og Sorgarmiðstöðvar að stuðningi við aðstandendur. Hún hefur á opinberum vettvangi barist fyrir því að opna umræðu um sjálfsvíg, sorg eftir sjálfsvíg og bent á mikilvægi stuðnings við aðstandendur sem missa í sjálfsvígi. Guðrún Jóna fékk hvatningarverðlaun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga árið 2023 fyrir framlag sitt að við sjálfsvígsforvarnir og Lýðheilsuverðlaun forseta Íslands árið 2024 fyrir mikilsvert framlag til að bæta lýðheilsu í gegnum stuðning við fólk í sorg.

Guðrún Jóna er hjúkrunarfræðingur B.Sc., MPM, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis.