Ína Lóa hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún stofnaði samtökin Ljónshjarta og var þar formaður fyrstu sex árin. Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar. Hún er einnig annar hugmyndasmiða sjónvarpsþáttana MISSIR sem sýndir voru á Símanum.
Árið 2002 missti Ína Lóa barn á meðgöngu og árið 2012 missti hún maka sinn frá tveimur ungum börnum.
Ína Lóa er kennari að mennt og starfaði sem slíkur í rúm 10 ár. Hún er markþjálfi og hefur einnig tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð. Í dag gegnir Ína Lóa starfi framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar.
Ína Lóa sinnir stuðningshópastarfi fyrir makamssir og stuðningshópastarfi fyrir þau sem missa barn á meðgöngu.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753