Kristín er djákni, með diplómanám í sálgæslu og diplómanám í handleiðslu. Hún hefur víðtæka reynslu í sálgæslu og handleiðslu syrgjenda. Kristín hefur í mörg ár leitt stuðningshópa meðal annars fyrir foreldra og ástvini sem hafa misst langveik börn. Einnig hópa fyrir fólk sem misst hefur á meðgöngu, fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi og fyrir ömmur og afa í sorg. Sjálf hefur Kristín reynslu af sárum missi en hún missti dóttur sína árið 1996 sem var langveik og barnabarn sitt árið 2010 í slysi.
Kristín hefur frá árinu 1996 komið að málefnum langveikra barna þá sérstaklega gegnum Umhyggju og Neistan.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753