Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Sorgarorlof og sorgarstyrkur

Fyrir hvern er sorgarleyfi?

Sorgarleyfi er fyrir foreldra á vinnumarkaði sem verða fyrir því að missa barn undir 18 ára. Lög um sorgarleyfi gilda frá 1. janúar 2023 og eiga við foreldra sem verða fyrir barnsmissi 1. janúar 2023 eða síðar, sbr. lög um sorgarleyfi nr. 77/2022

Foreldri á vinnumarkaði

Réttur til sorgarleyfis myndast þegar foreldri hefur verið í samfelldu starfi í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði, hvort sem það eru launuð störf í annarra þjónustu eða við eigin rekstur.

Hægt er að lesa meira um sorgarleyfi hér.

Fyrir hvern er sorgarstyrkur?

Sorgarstyrkur er fyrir foreldra í fullu námi eða eru utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi sem verða fyrir því að missa barn undir 18 ára. Lög um sorgarstyrk gilda frá 1. janúar 2023 og eiga við foreldra sem vera fyrir barnsmissi 1. janúar 2023 eða síðar.

Hægt er að lesa meira um sorgarstyrkinn hér.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira