„Þegar ég var 11 ára gamall, nýbúinn að missa mömmu, hófst leitin að hamingjunni. Auðvitað hófst leitin ekki með markvissum hætti, en allt í einu var framtíðarsýnin gjörbreytt. Þegar maður er 11 ára gamall hefur maður ekki hugsað út í lífið án foreldra sinna sem höfðu verið til staðar fram að því. Að á einhverjum tímapunkti myndu þau ekki vera til staðar, en það í sjálfu sér er engin þörf á því heldur að 11 ára gamalt barn sé að hugsa út í það. En 11 ára gamalt barn sem hefur verið með foreldrum sínum alla tíð sér framtíðina líka með foreldrum sínum. Hamingjustundirnar á þessum aldri eru margar hverjar með foreldrunum og þeim sem standa manni næst, hvort sem það eru ferðalög eða bara kósýkvöld heima með nammi og skemmtilegri mynd. Þegar þetta breytist svo allt í einu að þá eðlilega breytist það sem maður sá fyrir sér. Þess vegna segi ég að leitin að hamingjunni hafi hafist. Leitin að nýju hamingjunni.“
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753