Berglind Arnardóttir upplifði mesta harm allra foreldra þegar sonur hennar Jökull Frosti Sæberg lést af slysförum árið 2021, einungis fjögurra ára gamall. Í kjölfarið hófst langt og erfitt sorgarferli sem leiddi meðal annars til þess að Berglind byrjaði að taka þátt í starfi Sorgarmiðstöðvar og fann þannig leið til að vinna úr eigin sorg, vaxa og hjálpa öðrum.