Að missa í sjálfsvígi

Sjálfsvíg á sér undanfara í löngu og flóknu ferli, þar sem lokapunkturinn er dauði einstaklings sem af einhverjum ástæðum hefur tekið þá ákvörðun að binda endi á líf sitt. Inn í þetta ferli spila oft ýmsar aðstæður sem hafa orðið viðkomandi erfiðar s.s. áföll, missir, langvarandi streita, persónuleikaþættir og þunglyndi og/eða mikill kvíði. Sjálfsvíg er alltaf mikill harmleikur, sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þess sem sviptir sig lífi, fjölskyldu, vini, vinnu- og skólafélaga og aðra. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin.

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi.

Stuðningshópastarfið er í sex skipti og ávallt á sama tíma á sama degi.

Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku.

Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðningshópastarf greiði staðfestingargjald að upphæð 3.000 kr. Staðfestingargjaldið er endurgoldið í formi bóka í lok hópastarfs. Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu viðkomandi með samtali.

Skráning í hópastarf

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira