Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð
Að missa barn sitt er án efa einn sárasti harmur sem hægt er að upplifa. Foreldrar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin.
Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir hjón og einstaklinga sem hafa orðið fyrir barnsmissi.
Hópastarfið er í 6 vikur og hefst næst á vorönn 2021 ef næg þátttaka fæst.
Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku.
ATH: Það kostar ekkert að koma í hópastarf og það er alltaf hægt að skrá sig. Gott er að skrá sig strax í hópastarf til að tryggja pláss og einnig auðveldar það okkur að bregðast við ef aðsóknin er mikil.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753
Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar