Sorgartréð

Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö. Eitt er staðsett í Hafnarfirði í Hellisgerði og svo er annað í Lystigarðinum á Akureyri, austan við kaffihúsið. 

Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll þau sem hafa misst ástvin geti sest undir tréð, gefið sér tíma og minnst ástvina sinna sem fallin eru frá. Jólin og aðventan geta verið syrgjendum mjög erfiður og ljúfsár tími. Sorgartrénu er líka ætlað að vekja athygli samfélagsins á stöðu syrgjenda sem eiga um sárt að binda á þessum tíma árs.

Tendrað er á sorgartrjánum upphafi aðventu hvers árs og lýsa þau hlýrri, rauðri birtu.

Með tilkomu trjáanna er hægt að bjóða upp á hugljúfan og fallegan stað sem hefur að geyma birtu og hlýju til syrgjenda. Stundum komumst við ekki að leiði ástvina vegna fjarlægðar og því getur verið gott að hafa fleiri staði í nærumhverfi til að eiga stund með sjálfum okkur og minningum um fólkið okkar. Hellisgerði og Lystigarðurinn eru báðir fallegir og töfrandi staðir. Það mætti segja að Sorgartrén þrífist á minningunum og dafni með þeim.

Lystigarðurinn biður fólk um að passa plöntur undir trénu á Akureyri.

Sorgatréð í Hellisgerði

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira