Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Jafningjastuðningur

Sorgarmiðstöð býður upp á jafningjastuðning fyrir syrgjendur.

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina af eigin reynslu. Þú getur óskað eftir því að fá að ræða við einhvern sem er á svipuðum aldri og þú, af sama  kyni, og hefur sömu tengingu og þú hafðir við þinn ástvin. Reynt er að verða við óskum þínum eins og hægt er. Misjafnt er hvernig stuðningurinn fer fram. Sumir velja að ræða saman í síma meðan aðrir hittast t.d á kaffihúsi eða taka saman göngutúr.

Ef þú hefur áhuga á að samtali við jafningja þá getur þú óskað eftir stuðningi með því að sækja um hér.

Þau sem veita jafningjastuðning hjá Sorgarmiðstöð eru einstaklingar sem misst hafa náinn ástvin, náð að vinna vel úr sínum missi og hafa fengið viðeigandi þjálfun. Þjálfun jafningja Sorgarmiðstöðvar felur í sér að sitja tvö námskeið. Annars vegar námskeið um sorg og sorgarviðbrögð og hinsvegar námskeið sérstaklega ætlað þeim sem styðja syrgjendur. Síðarnefnda námskeiðið byggir á hugmyndafræði Krafts og Krabbameinsfélagsins um Stuðningsnetið sem er fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Þau sem eru í jafningjahópi Sorgarmiðstöðvar vinna eftir siðareglum félagsins og skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu en öll samtöl við syrgjendur eru trúnaðarmál.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira