Ýmis þjónusta

Sorgarmiðstöð reynir iðulega að skapa vettvang og rými fyrir syrgjendur til að hittast. Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.



Opið hús

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.
Sorgarmiðstöð býður upp á opið hús reglulega. Þar gefst syrgjendum tækifæri til að hitta aðra sem deila reynslu af ástvinamissi. Ákveðið umræðuefni er tekið fyrir hverju sinni og er fagaðili sem tekur á móti hópnum og stýrir umræðum.

Djúpslökun

Djúpslökun – Yoga Nidra þýðir hinn Yogíski svefn.
Í Yoga Nidra liggur þú á dýnu, undir teppi og lætur fara vel um þig á meðan þú ert leidd/ur inn í djúpt slökunarástand með aldargamalli aðferð Nidra og öðlast færni í að sleppa takinu af hugsunum og dvelja í kyrrð. Þessi djúpa slökun hjálpar þér að losa um spennu, streitu, kvíða og óróleika sem getur dregið úr þér í daglegu lífi. Í Yoga Nidra þarft þú ekkert að gera bara að vera.

Þetta er gott tækifæri til að næra sál og líkama í amstri dagsins. Nauðsynlegt er að bóka pláss fyrirfram og er hámarksfjöldi í salinn.

Undir dagskrá hér á heimasíðunni geturðu séð hvenær verður boðið næst upp á djúpslökun-Yoga Nidra

Gönguhópur

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF FYRIR SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði.

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu. Það er sumt sem getur hjálpað okkur til að líða betur eins og hreyfing og útivist. Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og losar um spennu. Göngur eru því hjálplegar þegar við tökum skrefin framávið í sorgarferlinu.

Allar göngur eru auglýstar á heimasíðunni undir dagskrá.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira