Persónuvernd og skilmálar

Sorgarmiðstöð er umhugað um þína persónuvernd.

Sorgarmiðstöð er umhugað um persónuvernd og almenn persónuverndarsjónarmið. Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings. Með persónuupplýsingum er átt við auðkenni eins og nafn, kennitölu og netfang.

Sorgarmiðstöð hefur það að markmiði að safna ekki persónuupplýsingum af neinu tagi. Hins vegar, í ákveðnum tilvikum, eru persónuupplýsingar varðveittar í þeim tilgangi að miðla upplýsingum til þjónustuþega, s.s. upplýsingum um fyrirlestra og fræðslu. Þjónustuþegar verða hins vegar að veita samþykki fyrir því að vera á slíkum lista. Óski þjónustuþegi eftir því að vera fjarlægður af slíkum lista þá getur viðkomandi sent tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is og óskað eftir því að vera tekinn af listanum.  

Ef þjónustuþegar eru beðnir um að leggja mat á hópastarfið í lokin er það gert með nafnlausri könnun. Unnið er úr könnuninni með þeim hætti að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt í samræmi við 8. gr. laga nr. 90/2018.

Upplýsingar sem Sorgarmiðstöð aflar eru aldrei nýttar til að gera persónusnið einstaklings og er ekki dreift til þriðja aðila.

Kökur (e. cookies)

 Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). Kökur eru litlar textaskrár sem notaðar eru til að greina heimsóknir á vefsíðu miðstöðvarinnar og eru einungis nýttar til að halda um tölfræðilegar upplýsingar og bæta þjónustuna okkar.

Farið er með öll samskipti sem eiga sér stað á milli Sorgarmiðstöðvar og þeirra sem leita til Sorgarmiðstöðvar sem trúnaðarmál.

**Lagalegur fyrirvari

Sorgarmiðstöð leitast við að hafa upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu félagsins áreiðanlegar og réttar. Ekki er þó hægt að ábyrgjast slíkt í öllum tilvikum og á það sama við um áreiðanleika efnis á þeim vefjum sem vísað er í með tenglum. Upplýsingum á vefnum kann að vera breytt eða eytt hvenær sem er og án sérstaks fyrirvara.

Sorgarmiðstöð ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar á vef félagsins eða efni því sem þar er birt.

Ábendingu um upplýsingar sem kunna að vera rangar má senda í tölvupósti á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is.

Skilmálar vefverslunar

Vefverslun Sorgarmiðstöðvar er opin allan sólarhringinn.

Verð á vörum
Öll verð í veftverslun er með virðisaukaskatti. Verð á vefnum getur breyst án fyrirvara.
Verð og lagerstaða er birt með fyrirvara um myndabrengl og/eða villur og áskilur Sorgarmiðstöð sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð eða lagerstaða verið gefið upp. Ef vara reynist ekki til við afgreiðslu er haft samband við viðskiptavin og honum boðin endurgreiðsla eða bíða eftir nýrri sendingu.

Sendingarmöguleikar
Vörur má sækja á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar, Suðurgötu 41 (Lífsgæðasetur st. Jó) , á milli kl. 10:00–16:00 alla virka daga. Einnig er hægt að fá vöru senda en þá bætist við sendingarkostnaður. Íslandspóstur sér um sendingar fyrir Sorgarmiðstöð. Eftir að vara er afhent póstinum ber Sorgarmiðstöð ekki ábyrgð á vörunni.
Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru frá Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.

Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 2–3 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Skilafrestur og endurgreiðsla
Skilafrestur á vöru er 30 dagar. Nauðsynlegt er að varan sé í upprunalegum umbúðum og óskemmd. Kvittun þarf að fylgja með. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ef vara reynist gölluð greiðir Sorgarmiðstöð fyrir endursendingu vörunnar.

Annað
Sorgarmiðstöð áskilur sér rétt til að fella niður pöntun ef nauðsynlegt reynist undir einhverjum kringumstæðum, það gæti m.a. gerst vegna ranga verðupplýsinga í vefverslun eða að vara er ekki lengur fáanleg hjá Sorgarmiðstöð eða birgja. Viðskiptavinur er upplýstur um slíkt eins fljótt og verða má.

Öryggi
Sorgarmiðstöð varðveitir ekki kreditkortanúmer sem gefin eru upp við kaup í vefverslun. Þegar komið er að því að gefa upp kortaupplýsingar og ganga frá greiðslu er viðskiptavinur fluttur yfir á örugga greiðslusíðu hjá Saltpay. Allar greiðslur eru framkvæmdar í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðal.
Vefur Sorgarmiðstöðvar notast við SSL skírteini sem tryggir öryggi í gagnaflutningi og samskiptum. Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál.

Persónuvernd
Sorgarmiðstöð deilir ekki persónugreinanlegum gögnum til þriðja aðila.
Vefurinn okkar notast við Google Analytics og safnar það tól ópersónugreinanlegum gögnum s.s. hvaðan heimsóknin kemur, hversu lengi vefurinn var skoðaður og hvaða efni er mest skoðað. Þessi gögn eru nýtt til að greina heimsóknir á vefinn og gera upplifun notenda af honum enn betri.

Greiðslumöguleikar
Í vefverslun Sorgarmiðstöðvar er boðið upp á tvær greiðsluleiðir; með greiðslukorti eða debetkortum. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Saltpay.
Uppsögn á boðgreiðslum.

Uppsögn eða breyting á mánaðarlegum greiðslum til félagsins berist á netfangið sorgarmidstod@sorgarmidstod.is. Tekið skal fram fullt nafn og kennitala viðkomandi.

Lög og varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira