Starfsfólk

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Markaðsfulltrúi

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er menntuð í bókmenntafræði og ritlist og er með M.A gráðu í menningarfræði. Hún er einnig rithöfundur og hefur gefið út þrjú skáldverk.
Díana hefur starfað við ýmis fjölbreytt markaðsstörf, kynningarstörf og við viðburðarstjórnun. Hún starfaði sem markaðsstjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á árunum 2018 og 2019. Þar á eftir vann hún fyrir Átak, félag fólks með þroskahömlun sem verkefnastjóri og svo sem viðburðar – og kynningarstjóri Bókasafns Garðabæjar. Díana skrifar auk þess leikhús -og bókarýni á menningarvef Lestrarklefans.
Díana Sjöfn missti móður sína skyndilega eftir stutt veikindi þegar hún var 24 ára gömul árið 2016.

Ína Sigurðardóttir

Framkvæmdastjóri

Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð, útskrifast sem markþjálfi og tekið ýmis námskeið er tengajst sorg og áföllum barna og fullorðinna.
Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu árið 2002 og eiginmann eftir langvarandi veikindi árið 2012. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt öðru góðu fólki og var þar formaður fyrstu 6 árin.
Ína Lóa er annar hugmyndasmiður og einn af höfundum fræðsluþáttana MISSIR sem sýndir voru á sjónvarpi Símans og fengu Edduverlaunin árið 2022.
Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar en gegnir nú starfi framkvæmdastjóra.

Jóhanna María Eyjólfsdóttir

Fagstjóri

Jóhanna María Eyjólfsdóttir er djákni en hefur einnig lagt stund á nám í Uppeldis- og menntunarfræðum á masterstigi. Hún var um skeið formaður og framkvæmdastjóri Pieta sjálfsvígsforvarnarsamtaka. Jóhanna María hefur starfað sjálfstætt við sálgæslu og stutt aðstandendur og ástvini í sorg eftir missi.
Hún sinnir sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum og er meðlimur í Áfalla- og viðbragðsteymi samtakanna. Einnig situr hún í undirbúningshópi Embætti landlæknis fyrir Alþjóðadag sjálfsvíga 10. september.
Jóhanna María missti fyrrverandi eiginmann og barnsföður tveggja sona í sjálfsvígi árið 2012.

Stjórn

Anna Dagmar Arnarsdóttir

Varastjórn

Anna Dagmar er  viðskiptafræðingur frá HÍ  og með MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá HR og hefur einnig lokið MA diplómanámi í Jákvæðri sálfræði og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ.
Anna Dagmar missti eiginmann sinn skyndilega sumarið 2019.
Anna Dagmar hefur setið í stjórn Ljónshjarta síðan 2022.

Berglind Arnardóttir

Stjórnarformaður

Berglind Arnardóttir er menntaður viskiptafræðingur. Hún hefur starfað í áratug við markaðsmál fyrirtækja og sinnt ýmsum sjálfboðastörfum í íþróttahreyfingunni.
Berglind missti ungan son sinn af slysförum árið 2021.

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Stjórn

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann á
Akureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju.
Guðfinna missti elstu dóttur sína úr sjálfsvígi árið 2014. 
Guðfinna sat í stjórn Samhygðar, samtök um sorg og sorgarviðbrögð.

Hólmfríður Anna Baldursdóttir

Varastjórn

Anna hefur starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi og víða erlendis um árabil. Hún starfar nú sem kynningarstjóri hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York. 
Anna missti barn eftir 34 vikna meðgöngu. Hún úskrifaðist úr sálgæslunámi Endurmenntunar Háskóla Íslands árið 2022.
Anna er í stjórn Gleym mér ei.

Hulda Guðmundsdóttir

Stjórn

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands.
Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg. 
Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.

Kolbeinn Elí Pétursson

Stjórn

Kolbeinn starfar við fjármálagreiningu og áætlanagerð hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá HR og M.A. gráðu í hagnýttri hagfræði frá HÍ.
Kolbeinn missti móður sína ungur að árum úr fíknisjúkdóm og hefur sjálfur upplifað batann sem er fólginn í því að vinna úr slíku áfalli. Hann kom fram í þáttunum „Missir“ þar sem hann ræddi reynslu sína af móðurmissinum, hefur stundað jafningastuðning hjá Sorgarmiðstöð og einnig haldið fyrirlestra um upplifun sína, meðal annars á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar um skyndilegan missi.

Lóa Björk Ólafsdóttir

Stjórn

Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún vann áður í mörg ár við sérhæfða líknarþjónustu í heimahúsum. Lóa hefur lokið kúrsum á diplóma og meistarastigi í endurmenntun Háskóla Íslands, meðal annars í líknarhjúkrun og sálgæslu. Hún er einnig Jóga Nidra leiðbeinandi.
Lóa hefur langa reynslu af vinnu með fjölskyldum sem takast á við sorg og erfiðar tilfinningar í alvarlegum veikindum og við ástvinamissi.
Lóa sat í stjórn Nýrrar dögunar, samtök um sorg og sorgarviðbrögð og stjórn Lífsins-samtaka um líknarmeðferð.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira