Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Umsagnir þjónustuþega

„Stuðningshópastarfið hjálpaði mér mest af öllu. Það var gott að hitta aðra í sömu stöðu og finna loksins alvöru skilning.“

Kona á fimmtugsaldri

“Þetta var mjög fagleg, góð og gagnleg fræðsla.  Fræðslan var sett fram á notalegan hátt, fyrirlesari sat sem gaf fræðslunni gott andrúmsloft og þægileg nærvera hans gerði margt og mikið fyrir okkur öll,,

Stjórnandi í leikskóla

„Vinnustaðafræðslan einkenndist af fagmennsku, mikilli virðingu fyrir aðstæðum, hlýju og einskærum vilja til að leggja sitt af mörkum.“

Yfirmaður á vinnustað

„Stuðningshópastarfið var flott í alla staði. Ég myndi ráðleggja fólki að koma ef þau upplifa missi”

Kona á fimmtugsaldri

„Stuðningur ykkar í ráðgjafasamtalinu var mér nauðsynlegur. Nú hef ég getað tekist betur á við áföll og aðra erfiðleika.“

Karlmaður á sjötugsaldri

„Fræðslan á vinnustaðnum í kjölfar skyndilegs andláts var mikill stuðningur við okkar fólk”

Yfirmaður á vinnustað

„Ráðgjafasamtalið hjálpaði mér mikið. Ég fékk einstaklega hlýtt viðmót og fann mikið traust. “

Kona á þrítugsaldri

„Hópastarfið hjálpaði mér að öðlast trú á betri framtíð“

Karlmaður á sextugsaldri

Mjög greinargóðar lýsingar og ráð. Skýr svör við fyrirspurnum. Ég tel að starfsfólk skóla kalli eftir fræðslu sem þessari. því við lendum mörg í því að þurfa að bregðast við flóknum aðstæðum og þessi fræðsla náði utan um mjög marga þætti.

Stjórnandi í grunnskóla

„Ég fékk samtal við jafningja hjá Sorgarmiðstöð sem hjálpaði mér mikið. Ég fékk eintaklega hlýtt viðmót og fann mikið traust.“

Karlmaður á fertugsaldri

„Mjög gott og hjálpaði mér mikið. Mér leið vel á fyrirlestrinum og á eftir. Ég ætla að halda áfram að sækja fyrirlestra og aðra þjónustu hjá ykkur.“

Kona á fimmtugsaldri

„Mér fannst mjög gott að fræðast almennt um sorgina. Ég fékk svör og staðfestingu á að mín líðan væri eðlileg miðað við aðstæður og upplýsingar um mögulega aðstoð við að vinna úr sorginni.

Karlmaður á sextugsaldri

„Fræðslan var mikill stuðningur við okkar fólk, gaf okkur upplýsingar um það hvernig við ættum að bera okkur að, hvernig við ættum að nálgast viðkomandi, hvers væri að vænta osfrv. Fræðslan einkenndist af fagmennsku, mikilli virðingu gagnvart erfiðum aðstæðum, hlýju og einskærum vilja til að leggja sitt af mörkum í óskaplega krefjandi aðstæðum.“

Yfirmaður á vinnustað

“Þörf og hagnýt fræðsla sem fagfólk grunnskóla vill fá til að styrkja sig í starfi. Framsetningin er skýr og áhugaverð. Þessa fræðsla hefur verið vel sótt hjá okkur og kennarar hafa verið ánægðir með fræðsluna,,

Stjórnandi í grunnskóla

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira