Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Greinar, hlaðvörp, viðtöl

Tegund fræðslu
Grein

Þekkir þú þitt fjár­hags­lega björgunar­net?

Í þessari grein skrifar Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur um réttindi við andlát maka.

HlaðvarpViðtal

Nær dauða en lífi

Birna Dröfn Jónasdóttur, blaðakona, hópstjóri og stjórnarmeðlimur hjá Sorgarmiðstöðinni kom í hlaðvarpið „Nær dauða en lífi“ og ræddi um mikilvægi stuðnings í sorgarferlinu.

MyndbandViðtal

Erfitt að vera syrgjandi og kalla eftir aðstoð

„Það er mjög erfitt að vera syrgj­andi og taka upp sím­ann og kalla eft­ir aðstoð. Það er miklu betra ef hún býðst okk­ur,“ seg­ir Ína og hvet­ur þá sem eiga syrgj­andi ást­vini að vera dug­leg­ir við að bjóða fram aðstoð sína, þá sér­stak­lega nú þegar jól­in eru á næsta leyti.  

MyndbandViðtal

„Fannst ég lengi að tjasla mér saman“

„Þú ert að missa sálu­fé­laga þinn og oft ein­hvern veg­inn helm­ing­inn af sjálf­um þér,“ lýs­ir Ína Lóa makam­issin­um en árið 2012 lést eig­inmaður henn­ar og barns­faðir eft­ir stutta en erfiða bar­áttu við æxli í heila. 

„Ég man þess­ar setn­ing­ar sem maður fékk að heyra svo oft: „Þú ert svo dug­leg og þú ert svo mik­il hetja,“ og allt þetta en það var ekk­ert annað í boði. Mig langaði stund­um bara til að fá að vera í friði og helst bara setja sæng­ina upp fyr­ir haus.“

Hlaðvarp

Sorg og Missir – hlaðvarp Sorgarmiðstöðvar

Í samstarfi við mbl.is hefur Sorgarmiðstöð gefið út hlaðvarpið Sorg og Missi. Fyrsti þátturinn kallast „Jólin og sorgin“ og er þar rætt við Ínu Lóu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Fer Ína Lóa í gegnum hvað Sorgarmiðstöð gerir fyrir syrgjendur og hvaða ráð er gott að hafa í huga um jólin.

Viðtal

Sorg og gleði mætast á jólunum

Ína Lóa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stýra Sorg­armiðstöðvar­inn­ar, var gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur í Dag­mál­um á dög­un­um þar sem hún sagði frá reynslu sinni af ást­vinam­issi sem hún hef­ur unnið úr í gegn­um árin og náð að öðlast jafn­vægi á ný með sorg­ina sér við hlið.

Viðtal

„Ég man að fyrsta árið sat í mér spurningin; Hvað svo?“

Karólína Helga Sím­on­ar­dótt­ir mann­fræðing­ur varð ekkja 33 ára þegar maður henn­ar, Daði Garðars­son, varð bráðkvadd­ur, aðeins 35 ára gam­all. Í þessu viðtali ræðir hún um hvernig líf hennar og barnanna hennar fjögurra umturnaðist á einu auga­bragði. Með góðri hjálp hef­ur hún unnið úr sorg­inni og er í dag stjórn­ar­formaður Sorg­armiðstöðvar.

HlaðvarpViðtal

Lífið snýst á hvolf við fráfall maka

Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni og fyrrverandi forseti borgarstjórnar, missti eiginmann sinn, Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í janúar 2021. Hún segir að lífið snúist á hvolf við fráfall maka. Hún segir sorgina aldrei fara og vera alltaf til staðar.

Í útvarpsþættinum Lífið eftir vinnu, að eldast á Íslandi, sem er á dagskrá Rásar 1 á föstudögum, er fjallað um ýmsar hliðar þess að eldast með reisn svo sem fjármál og mismunandi búsetuform. 

Grein

Skyndilegur missir

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefna- og fagstjóri hjá Sorgarmiðstöð fjallar í þessari grein um vöntun á samræmdum stuðningi fyrir þau sem missa skyndilega og vilja Sorgarmiðstöðvar að vinna að því að faglegur stuðningur standi fólki til boða innan 48 klst frá missi. Fjallað var um verkefnið Hjálp48 á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar um skyndilegan missi þann 31. ágúst 2022 og er ráðstefnan nú aðgengileg á heimasíðu okkar undir „Útgefið efni“ og „Erindi og ráðstefnur“. Fjallað er um Hjálp48 verkefnið á tímasteningunni 2:01:04.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira